Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Heimagert brauðrasp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snilldarleið til að sporna við matarsóun.

 

Brauðrasp er auðvelt að gera heima og góð leið til að nýta brauðafganga. Þegar brauð byrjar að harðna er tilvalið að setja það í poka í frystinn í stað þess að henda því.

Þegar pokinn er fullur, takið þá brauðið og skerið gróft niður og setjið í matvinnsluvél á fullan kraft þar til brauðið er orðið að mylsnu.

Hitið ofn í 180°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu og dreifið mylsnunni á pappírinn. Setjið í miðjan ofn í u.þ.b. 4-6 mínútur og hrærið í einu sinni þegar mylsnan hefur verið í ofninum í u.þ.b. 2-3 mínútur.

Látið kólna alveg á plötunni. Hægt er að geyma raspið í frysti í u.þ.b. 6 mánuði en það ætti að geymast við stofuhita í 2-3 vikur, fer svolítið eftir því hvernig brauð var notað.

Sjá einnig nokkrar uppskriftir sem innihalda brauðrasp:

- Auglýsing -

Lax með möndlum og sítrónusafa

Geggjaðar avókadó-franskar sem klikka ekki

Sælkera perlubyggsbollur með grænmeti

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -