Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki dreifingu síðar meir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Magnús Jóhannesson, læknir og rannsakandi segir að þeir einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 geti orðið smitberar aftur, bæði með snertingu og dropum. Þetta þýðir að fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki dreifingu COVID-19 síðar meir. Áður en farið er lengra er fernt sem ber að undirstrika:

  1. Einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 geta sýkst aftur. Þá er talað um endursýkingu.
  2. Þeir sem fá endursýkingu geta smitað líkt og við fyrstu sýkingu.
  3. Nákvæmlega hvað leiðir til þess að sumir endursýkjast er ekki þekkt; þannig ber að hegða sér eins og allir geti fengið endursýkingu þar til annað kemur í ljós.
  4. Þetta útilokar þó ekki að bólusetning gegn COVID-19 sé gagnleg.

Hvernig geta þessir þættir farið saman? Skoðum svörin fyrst án þess að líta til endursýkinga.

COVID-19 dreifist fyrst og fremst með dropasmiti. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um úðasmit og snertismit eru þessar smitleiðir taldar skipta minna máli en dropasmit, þó báðar smitleiðir séu mögulegar. Úðasmit gæti verið sérstaklega mikilvægur þáttur í svokölluðum ofurdreifiviðburðum (e. super-spreading events) en einnig þegar inngrip í heilbrigðisþjónustu leiða til myndunar úða frá öndunarfærum.

Það er raunhæfur möguleiki að einstaklingur, sem hefur fengið COVID-19 og jafnað sig, geti borið veiruna á sér og borið til annarra eins og hver önnur óhreinindi. Hins vegar er ólíklegt að slíkur einstaklingur geti borið veiruna áfram með dropasmiti – nema um endursýkingu sé að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -