Ólgan vegna úrslitanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík heldur áfram. Listinn er einstakur að því leyti að Hildur Björnsdóttir, kjörinn foringi, er umsetin andstæðingum sínum sem eru í næstu fjórum sætum á eftir henni. Nú eru uppi raddir um að Friðjón Friðjónsson, sem situr í 6. sæti listans, verði færður úr baráttusætinu og neðar á listann. Það er raunhæft vegna þess að dreifing atkvæða er slík að ekki var um bindandi kosningu að ræða. Friðjón er handgenginn Hildi leiðtoga og í náðinni hjá Bjarna Benediktssyni formanni.
Það er fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna sem tekur endanlega ákvörðun um listann en þar hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, foringi andófsaflanna í flokknum, bæði tögl og hagldir. Það myndi hins vegar hleypa öllu í bál og brand ef hróflað yrði við Friðjóni og hætt við formlegum klofningi …