Gestur Steingríms að þessu sinni er Adólf Hauksson, betur þekktur sem Daddi. Steini tók viðtalið við Dadda í brælutúr á leiðinni í Barentshafið.
Daddi fór fyrst til sjós 4. janúar 1982. Hann stundaði sjóinn með skólanum. Hann er iðnhönnuður að mennt. Hann er einnig listamaður og heldur úti síðu á Facebook með verkum sínum.
Daddi var í á þriðja tug ára á Þórunni Sveinsdóttur VE og kom meðal annars að björgun árið 1989 þar sem 9 manns komust af þegar NannaVE fórst
„Það voru rosaleg átök í brjáluðu veðri og myrkri. Við sáum aldrei Nönnuna. Við tíndum þá bara upp úr sjónum.“
Nanna VE var að veiðum í Bugtinni, ekki fjarri Höfn í Hornafirði, þegar áhöfninn á Þórunni fékk neyðarkallið. Skipstjóri Nönnunnar er bróðir skipstjórans á Þórunni Sveins. Þeir voru að draga en skáru strax á netin og settu allt í botn í átt að sökkvandi skipinu. Þeim tókst að bjarga öllum sem höfðu verið um borð en mennirniir höfðu þá verið að velkjast í sjónum í um tvær klukkustundir. Þegar skipbrotsmennirnir komust loksins um borð voru þeir gersamlega bugaðir
„Við náðum þeim einhvern veginn um borð í bátinn. Mennirnir voru bugaðir. Þetta var rosaleg sjón og upplifelsi.
Þeir lögðust bara á dekkið og grétu
Þeir lögðust bara á dekkið og grétu. Maður var náttúrulega ekki lífsreyndur og hafði ekki séð svona áður,“ segir Daddi.