Alls hafa sautján manns stefnt Kristni Jóni Gíslasyni og HD verki og krefjast bóta vegna brunans við Bræðraborgarstíg 1 en þrír létu lífið í brunanum. Bæturnar nema samtals rúmum 324 milljónum en stefnendur eru tíu manns sem lifðu af brunann og sjö fjölskyldumeðlimir þeirra sem létust en húsið var í eigu HD verks en Kristinn er eigandi fyrirtækisins. Þá telja stefnendur sannað að Kristinn hafi valdið þeim tjóni en húsið hafði ekki fullnægjandi brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Auk þess hafi breytingar verið gerðar á húsinu til þess að fleiri íbúar kæmust þar fyrir, breytingarnar leiddu til aukinnar eldhættu. Reykskynjarar í húsinu virkuðu ekki og var þar engin slökkvitæki að finna en Fréttablaðið greindi frá stefnunni í morgun.
Sex þeirra sem lifðu brunann af urðu fyrir varanlegri örorku en tveir þeirra krefjast þjáningarbóta. Allir tíu sem lifðu brunann hafa þurft að leita sé aðstoðar hjá sálfræðingi eða geðlækni vegna áfallastreituröskunar, kvíða eða þunglyndis.
Aðstandendur þeirra látnu krefjast allir fjögrra milljóna en þeir sem lifðu af krefjast allt frá fjórum milljónum til tæplega 30 milljóna króna.
Marek Moszczynski var í júní í fyrra sýknaður af þreföldu manndrápi, tilraun til manndráps og brennu en var hann dæmdur til þess að sæta öryggisvistun á réttargeðdeild. Marek reyndist sekur um graf alvarleg brot en var dæmdur ósakhæfur.