Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.7 C
Reykjavik

Framboðsskortur á húsnæði alvarlegur: „Ég held að þessar hertu kröfur hafi lítil áhrif á markaðinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs, þetta kemur í grein Innherja. Í greininni er bent á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt.

„Ég held að þessar hertu kröfur hafi lítil áhrif á markaðinn á meðan það eru svona fáar eignir í boði. Þegar 20 manns slást um sömu íbúðina þá skiptir minna máli þótt nokkrir uppfylli ekki kröfurnar. Framboð er stærsta vandamálið,“ segir Óskar Rúnar Harðarson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Mikluborgar í samtali við Þorstein Friðrik Halldórsson.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákvað í fyrra að beita tveimur þjóðhagsvarúðartækjum í því skyni að koma böndum á miklar hækkanir fasteignaverðs. Nefndin tók þannig ákvörðun á fundi sínum í júní um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra en fyrstu kaupendur úr 85 prósentum niður í 80 prósent.

Að auki kynnti nefndin nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við ráðstöfunartekjur neytenda sem tóku gildi 1. desember. Er hámarkið 35 prósent fyrir almennar lánveitingar og 40 prósent fyrir kaupendur fyrstu fasteignar.

Þensla á húsnæðismarkaði

Ekkert lát er á áframhaldandi þenslu á húsnæðismarkaði og samkvæmt nýjustu tölum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22,5 prósent síðasta árið.

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, segir að það hafi komið sér á óvart hversu litla athygli húsnæðismarkaðurinn fékk á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í síðustu viku.

- Auglýsing -

„Ég óttast hins vegar,“ bætir hún við, „að Seðlabankinn sé full bjartsýnn í viðhorfi sínu til markaðarins og að núverandi aðgerðir og aðhaldsstig geri lítið til að koma böndum á þróunina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -