Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ósáttur við Garðabæ: „Faðir 9 ára lang­veikrar stelpu – stúlka sem langar að gera svo margt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Björn Kristjáns­son, faðir 9 ára lang­veikrar og fatlaðrar stelpu segir farir sínar ekki sléttar í nýjum pistli á Vísir.is

„Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauð­syn­legan stuðning til þess að geta notið fullra mann­réttinda til jafns við aðra og að skapa því skil­yrði til sjálf­stæðs lífs á eigin for­sendum. Þetta er ekki bara skoðun Við­reisnar í Garða­bæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skil­yrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með lang­varandi stuðnings­þarfir,“ skrifar Árni sem er jafn­framt fram­bjóðandi í 4. Sæti á lista Við­reisnar í komandi kosningum.

„Flestir myndu ætla að sveitar­fé­lag eins og Garða­bær, sem býr við traustan og góðan fjár­hag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálf­stæðs lífs. Öllum fötluðum Garð­bæingum,“ bætir Árni við.

„Ég er faðir 9 ára lang­veikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dá­sam­leg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vin­konum sínum og æfa í­þróttir. En hún er með metna stuðnings­þörf upp á 720 klukku­tíma á mánuði og það besta sem Garða­bær getur boðið eru 300 klukku­tímar.“

„Dóttir mín fær því að­eins 42% af þeim tíma sem mat á stuðnings­þörf nær yfir. Hún fær að­eins 42% af nauð­syn­legri þjónustu til að að­stoða hana við að sinna hvers­dags­legum at­höfnum dag­legs lífs og taka þátt í sam­fé­laginu sem sjálf­stæður ein­stak­lingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá for­eldrum og öðrum ættingjum.“

Hann segir dóttur sína ekki klæða sig sjálfa, ekki borða sjálf, leikur sér ekki sjálf og fer ekki á klósettið sjálf.

- Auglýsing -

„Ef hún vill æfa í­þrótt þá þarf hún stuðnings­manneskju, ef hún vill leika við vin­konur sínar þá þarf hún stuðnings­manneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum for­sendum því út­hlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til.“

Hann bendir á að á vef Garða­bæjar er að finna stefnu sveitar­fé­lagsins í mál­efnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um mál­efni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018.

„Hvers vegna stefna sveitar­fé­lagsins hefur ekki verið upp­færð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garða­bæ mikil­vægt að gefa réttar upp­lýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skila­boðin sem hægt er að lesa úr þessari úr­eltu stefnu eru að innan nú­verandi meiri­hluta sé ekki mikill á­hugi á mál­efnum fatlaðra í sveitar­stjórnar­pólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð.“

- Auglýsing -

„Kominn er tími til þess að Garða­bær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálf­stæðu lífi og að stefna sveitar­fé­lagsins endur­spegli breytta tíma og við­horf til fatlaðra,“ skrifar Árni að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -