Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.7 C
Reykjavik

Stína glímir við gigtarsjúkdóm: „Var mjög veik en hef lært að njóta lífsins og lifa í núinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég byrjaði á henni fyr­ir nokkr­um árum síðan og kveikj­an var eig­in­lega sú að ég varð svaka­lega veik af gigt­ar­sjúk­dómi. Það kom tíma­bil þar sem ég gat hrein­lega ekki gert neitt nema að liggja og hugsa, hlusta á tónlist og horfa á sjón­varpið. Lög­in og text­arn­ir urðu svo til upp úr þeirri lægð. Ég skoða sjálfa mig og mín tengsl við aðrar mann­eskj­ur á þess­ari leið frá því að standa í stað í myrkri og kom­ast svo upp úr því með já­kvæðni og hjálp. Í þessu öllu sam­an lærði ég svo að njóta lífs­ins bet­ur, lifa meira í nú­inu og gefa skít í meira sem skipt­ir ekki máli,“ seg­ir Stína Ágústs­dótt­ir í samtali við Mörtu Maríu Winkel í Smartlandinu á Mbl.

Stína snéri sér al­farið að tón­list­inni eft­ir að hafa lært verk­fræði. Hún seg­ist hafa verið arfaslak­ur verk­fræðing­ur því hún er svo lé­leg að sitja á fund­um. Hún býr í Svíþjóð ásamt eig­in­manni sín­um, Tóm­asi Gunn­ars­syni, og börn­um en flakk­ar mikið á milli landa þar sem for­eldr­ar henn­ar búa á Íslandi. Á sunnu­dag­inn ætl­ar Stína að vera með út­gáfu­tón­leika í Hörpu en henn­ar fjórða sólóplata hef­ur litið dags­ins ljós. Drown to Die a Little er sér­stök að því leit­inu til að þetta er í fyrsta skipti sem hún gef­ur út plötu með frum­sömd­um lög­um en plat­an kom til henn­ar meðan hún var sem veik­ust af gigt­ar­sjúk­dómi sem hrjá­ir hana.

„Jú. Ég út­skrifaðist sem véla- og iðnaðar­verk­fræðing­ur og vann sem slík­ur í eitt og hálft ár. Ég var búin að lofa sjálfri mér að byrja í Söng­skól­an­um í Reykja­vík eft­ir að ég út­skrifaðist og stóð við það. Þegar ég fór þangað var ekki aft­ur snúið, þörf­in var bara of sterk. Ég var al­veg arfaslak­ur verk­fræðing­ur og er sér­lega lé­leg í því að sitja á fund­um og ræða al­var­leg mál­efni. Ég flutti til London með fyr­ir­tæk­inu sem ég var að vinna hjá þegar ég var verk­fræðing­ur og svo var niður­sveifla í tölvu­brans­an­um og það þurfti að skera niður og svo heppi­lega vildi til að ég lenti í þeim niður­skurði. Eft­ir það æv­in­týri flutti ég til Montreal í Kan­ada og fór svo bara í al­vöru jazz­tón­list­ar­nám og lýsti því yfir að ég væri hætt að vera verk­fræðing­ur.“

Tón­list­ina samdi hún ásamt vini sín­um, Mika­el Mána Ásmunds­syni.

„Ég samdi flest lög­in í sam­starfi við ung­an snill­ing og vin minn til nokk­urra ára, Mika­el Mána Ásmunds­son, en hann spil­ar á gít­ar á plöt­unni og á tón­leik­un­um. Ég er svo ofboðslega hepp­in að fá að vinna með stór­kost­lega hæfi­leika­ríku og færu tón­listar­fólki, eins og bassa­leik­ar­an­um á plöt­unni Henrik Lind­er. Hann býr í Stokk­hólmi eins og ég og það var í gegn­um sam­eig­in­lega vini sem við kynnt­umst og fór­um að spila sam­an. Hann er í hljóm­sveit sem heit­ir Dirty Loops og hefði und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum verið að spila út um all­an heim en útaf heims­far­aldri spilaði hann bara jazz með mér í staðinn og svo í þessu verk­efni.

Hann verður ein­mitt með mér á út­gáfu­tón­leik­un­um ásamt þeim sem spiluðu á plöt­unni.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -