„Ég vona það besta en ég undirbý mig fyrir það versta,“ segir Ingvi í samtali við Hjálpræðisherinn um ferð sína til Moldóvu þar sem hann mun vinna að móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Hjálpræðisher Íslands segir frá ferð Ingva á facebook síðu sinni:
„Í gær steig Ingvi Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins upp í flugvél. Hann segist ekki vera kominn með miða til baka en hann býst við því að vera í mánuð eða jafnvel lengur. Förinni er heitið til Moldóvu, þar sem Hjálpræðisherinn vinnur að móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Þriggja manna teymi eru send í verkefnin og hafa nú þegar teymi farið utan til Póllands og Rúmeníu.“
Í samtali við Hjálpræðisherinn er Ingvi spurður hvort honum finnist ekki erfitt að fara frá fjölskyldunni í þennan leiðangur? Jújú, en það var erfiðara þegar ég var með yngri börn, núna eru þau öll stálpuð og það er auðveldara“
Hvað fékk þig til þess að skrá þig á þetta námskeið? „tjah, ég hef verið björgunarsveitarmaður í u.þ.b. 20 ár, það er eitthvað við það að hjálpa fólki í neyð sem ég dregst að, nema þetta er allt öðruvísi. Hjálpræðisherinn er ekki bara þessi Natural Disaster hópur sem kemur og fer á viku til 10 dögum, þetta má sjá glöggt á Haíti þegar jarðskjálftarnir þar tortímdu heilu samfélögunum. Hjálpræðisherinn er ennþá þar að hjálpa við að byggja upp samfélagið“
Hvað eruð þið að fara að gera? „við erum ekki að fara að taka yfir eða neitt þannig, við erum að fara að hjálpa til við skipulagningu og passa upp á að mannréttindi fólks séu virt. Heyrst hefur líka af því að mikið sé af foreldralausum börnum sem þarf að gæta sérstaklega vel að“