Edda Falak lýsir því hvernig hún hafði oft fengið nauðgunar- og líflátshótanir en ekki tekið þær alvarlega fyrr en eftir að komið var heim til hennar sama dag og hún greindi opinberlega frá hótununum í Morgunútvarpinu á Rás tvö í byrjun febrúar síðastliðnum.
Nokkrir fjölmiðlar fjölluðu sama dag um hótanirnar. Um kvöldið kom einhver að húsinu sem Edda býr í. Hún segist hafa orðið mjög hrædd og hringt í Neyðarlínuna sem hafi gefið henni samband við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Í upptöku af því símtali sem Edda fékk hjá lögreglu og hlusta má á í spilaranum hér að ofan er búið að taka út rödd lögreglumannsins og lesa inn svör hans eftir handriti sem lögregla lét Eddu hafa. Samkvæmt Eddu bað lögregla um að röddin yrði gerð óþekkjanleg.
„Ég var búin að fá ógeðslega mikið af líflátshótunum og hótunum um að mér verði nauðgað.
Edda segist hafa lamast af ótta þegar mætt var heim til hennar eftir hótanir: „Ég hefði ekki getað bjargað lífi mínu.“
Hæg er að hlusta á símtalið hér í spilara Stundarinnar.