Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lætur engan vaða yfir sig eða misbjóða sér með neinum hætti. Nýverið var honum boðið í viðtal við Dagmál, sem er einskonar spjallþattur á mbl.is. Kári átti í umræddu tilviki að vera til spjalls við Pál Magnússon, fyrrverandi þingmann og upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki vildi betur til en svo að upptökur fóru úr skorðum og Kára var gert að bíða. Hann lét ekki bjóða sér það og fór. Páll og Mogginn refsuðu Kára með því að gera frétt um að hann lét ekki vaða yfir sig. „Kári kom, Kári fór,“ var fyrirsögnin. Þetta þykir afar sérstakur fréttaflutningur og lýsandi ….