Sunnudagur 19. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Ásakanir um kynferðisbrot innan Sinfóníunnar – Skrifum Kristjáns Jóhannssonar eytt af Facebook

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Vel gert. En það er ekki jafn vel gert að hylma yfir starfsmanni sekann um kynferðislegt afbrot. Er ekki ráð að skoða það mál opinberlega og heiðarlega kæra stjórn,“ skrifaði Kristján Jóhannsson, einn ástsælasti óperusöngvari Íslands, við færslu á Facebook síðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir skömmu.

Umrædd færsla fjallaði um áformaða tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar 24. mars síðastliðinn. Ágóði miðasölunnar rann óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
„Fatlað fólk er sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staða þess í Úkraínu er grafalvarleg. Fatlað fólk getur ekki flúið vegna aðstæðna sinna, getur illa orðið sér út um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig aukast líkur á ofbeldi, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings,“ sagði í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Stuttu fyrir tónleikana skapaðist umræða á Facebook-síðu hljómsveitarinnar þar sem fólk þakkaði fyrir framlagið. Þræðinum var eytt skömmu síðar en má sjá mynd af ummælunum hér að neðan. Kristján vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar blaðamaður Mannlífs hafði samband við hann í dag en vísaði á stjórnendur Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar kannaðist ekki við málið í samtali við Mannlíf nú í morgun.
„Ég er ekki neitt inni í þessu,“ sagði Margrét í morgun og kvaðst aldrei hafa heyrt af slíkum ásökunum innan Sinfóníunnar. Þá vísaði hún á Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníunnar. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar þrátt fdyrir ítrekaðar tilraunir.
Uppfært: Samkvæmt nýrri yfirlýsingu frá Láru Sóleyju kemur fram að Sinfóníuhljómsveitin hafi ekki eytt umræddri fræslu. Hafi það verið auglýsing sem hafi dottið út. Hún vildi ekki tjá sig um ásakanir innan hljómsveitarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -