Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Bleikar og braðgóðar í brönsinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt er betra en nýbakaðar brauðbollur nema kannski ef þær eru bleikar. Rauðrófurnar gefa þessum skemmtilega dökkbleikan lit og eru hollar og góðar. Þær passa til dæmis vel í brönsinn með þínu uppáhaldsáleggi eða með súpunni með vænni klípu af smjöri.

 

Rauðrófubollur
16 stykki

1 bréf þurrger, eða um 11-12 g
400 g volgt vatn, við 37°C
1 msk. döðlusykur
450 g hveiti
200 g heilhveiti
2 tsk. salt
200 g rauðrófur, rifnar
50 g valhnetur, saxaðar fínt
50 g sólblómafræ
1 egg, til penslunar
svört sesamfræ og/eða aðrar
frætegundir eftir smekk

Hitið ofninn í 180°C. Blandið geri, döðlusykri og vatni saman í skál. Setjið til hliðar. Blandið hveiti, salti, rifnum rauðrófum, hnetum og sólblómafræjum í hrærivélarskál með hnoðara.

Látið vélina ganga á hægum snúningi á meðan gerblöndunni er hellt saman við. Látið vélina ganga þar til deigið losnar frá skálinni, ef vantar hveiti þá bætið einni og einni matskeið saman við.

Látið viskustykki yfir skálina og látið hefast í 1 klst. Takið deigið og hnoðið þar til það verður mjúkt og glansandi. Skiptið því í 16 hluta og mótið kúlur úr því. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír og látið viskastykki yfir og látið hefast í 20 mín. til viðbótar.

Pískið egg í skál og penslið yfir bollurnar og stráið sesamfræjum yfir hverja bollu. Bakið í 15-20 mín. Bollurnar eru góðar með smjöri, osti og sultu.

- Auglýsing -
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -