Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Fjögurra ára biðlistar eftir ADHD-greiningum: „Skaðlegar afleiðingar verða okkur sífellt ljósari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ADHD segjast í nýrri ályktun fagna þeim breytingum sem nú sé verið að gera á þjónustu við fólk með ADHD. Ályktunin var samþykkt á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var þann 30. mars 2022. Í henni skora samtökin einnig á ráðherra og þingmenn að auka við fjárframlög til greininga og þjónustu við fólk með ADHD.

„Nýtt ADHD teymi heilsugæslunnar fyrir fullorðna, Geðheilsumiðstöð barna og fyrirheit um aukið fjármagn og bætta þjónustu á landsvísu eru löngu tímabærar aðgerðir af hálfu hins opinbera til að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í málafloknum á liðnum árum,“ segir í ályktuninni.

Þar segir ennfremur að aukin þekking og meðvitund um ADHD hafi leitt af sér stóraukna eftirspurn fyrir greiningar og þjónustu. Hvorki einkaaðilar né hið opinbera hafi náð að anna þeirri eftirspurn. Afleiðingar þess hafa meðal annars verið að biðlistar hafa lengst ár frá ári og hafa aldrei verið lengri en þeir eru í dag.

 

Biðtími eftir greiningu orðinn allt að fjögur ár

„Vel á þriðja þúsund einstaklingar, börn og fullorðnir eru nú á biðlistum eftir greiningu og þjónustu vegna ADHD hjá hinu opinbera og eru þá ótalin þau sem bíða eftir þjónustu einkaaðila. Biðtíminn orðinn allt að fjögur ár!“ segir í ályktun ADHD samtakanna.

Mannlíf fjallaði síðastliðið haust um langa biðlista eftir greiningum á ADHD. Þar var til að mynda einstaklingur á biðlista eftir greiningu sem hafði fengið bréf sem gaf til kynna ófremdarástand í málaflokknum. Viðkomandi hafði á þeim tímapunkti þegar beðið lengi eftir greiningu en bréfið gaf til kynna algjöra upplausn og óvissu um það hvort einstaklingurinn kæmi til með að komast í greiningarferli.

- Auglýsing -

Ef marka má ályktun ADHD samtakanna og tilkynningar frá Heilsugæslunni virðist nú horfa til betri vegar í málaflokknum.

„Skaðlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD verða okkur sífellt ljósari og augljós ávinningur samfélagsins og einstaklinganna sjálfra af bættri þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD er himinhrópandi. Afleiðingar aðgerðarleysis liðinna ára kalla hinsvegar á stóraukið fjármagn næstu árin, til að vinna niður þá 3-4 ára biðlista sem nú blasa við.

Þannig og aðeins þannig getur nýtt skipulag greininga og þjónustu á vegum hins opinbera orðið sú mikla samfélags bót sem vonir standa til. Valið stendur í raun um óbreytt ástand með áralöngum biðlistum eða að Ísland verði til fyrirmyndar á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD.

- Auglýsing -

Aðalfundur ADHD samtakanna skorar því á ráðherra og þingmenn að stórauka fjármagn til greininga og þjónustu við fólk með ADHD nú þegar og nýta þannig það gullna tækifæri sem nú býðst til að bæta lífsgæði fólks með ADHD samfara nýju skipulagi þjónustunnar á vegum hins opinbera. Tækifærið er núna!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -