Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Will Smith segir sig úr Akademíunni: „Hjarta mitt er brostið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndaleikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni sem heldur Óskarsverðlaunahátíðina á hverju ári. Tilkynnti Smith þetta í gærkvöldi.

Rúv sagði frá tilkynningunni. Smith segist hafa tekið þessa ákvörðun vegna atburðarins á Óskarnum sem sjokkeraði heiminn, er hann sló grínistann Chris Rock og öskraði á hann eftir að Rock hafði sagt brandara um konu Smith.

Sjá einnig: Uppákoma á Óskarsverðlaununum: Will Smith sló Chris í nótt MYNDBAND

Smith sagði í viðtali við Variety að hann myndi samþykkja hverja þá refsingu sem stjórn Akademíunnar teldi hæfilega.

„Ég hef sært marga, þar á meðal Chris, fjölskyldu hans, ástvini mína, alla þá sem sátu í salnum auk áhorfenda um allan heim,“ sagði Smith. Sagðist hann einnig hafa brugðist trausti Akademíunnar með framferði sínu. Þannig hafi hann svipt sigurvegarana og þá sem tilnefndir voru, tækifæri til þess að njóta augnabliksins, fagna og vera fagnað vegna afreka sinna. „Hjarta mitt er brostið,“ sagði Smith.

Með afsökunarbeiðninni og afsögninni segist Smith vilja beina kastljósinu aftur á alla þá er sigruðu á Óskarsverðlaununum.

- Auglýsing -

„Ég vil að athyglin snúist aftur að þeim sem eiga hana skilið fyrir afrek sín og að akademían geti snúið sér aftur að sínu frábæra starfi við að styðja listsköpun í kvikmyndum,“ sagði Smith.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -