Hér er brot úr nýjasta Hlaðvarpsviðtali Reynis Traustasonar en hann ræddi við Elínborgu Halldórsdóttur sem flestir þekkja sem Ellý í Q4U.
Missti allt í hruninu
Börnin eru fjögur og barnabörnin eru líka fjögur. Var aldrei erfitt að ala börnin upp ein? „Jú, það var ógeðslega erfitt og ég myndi aldrei segja neinum að þetta sé ekkert mál. Þetta var mjög erfitt.“
Fátækt?
„Nei, ég vann mikið,“ segir Ellý sem segist á tímabili hafa verið í fjórum störfum. Og svo byggði hún einbýlishús. Var það ekki bugandi með börnin? „Jú, þetta voru erfið börn. Þau voru öll erfið en ég á mjög flott börn. Þau vita nákvæmlega hvað þau vilja.“
Jú, hún er hvatvís og keypti sér lóð.
Börnin voru ung og öll á svipuðum aldri og hvert öðru svona ofvirk og alls konar. Þannig að þetta var geðveiki. En ég komst í gegnum þetta en þetta var ógeðslega erfitt.“
Var hún að naglhreinsa sjálf? „Jú, ég ætlaði að gera mikið meira sjálf en einfaldlega kunni það ekki en í dag er ég orðin ansi góð. Ég á allar græjur.“
Og húsið reis.
„Húsið reis en svo seldi ég það og keypti annað því miður 2007. Rétt fyrir hrun. Það fór hrikalega illa; við skulum ekki ræða það einu sinni. Ég hef aldrei verið mikil peningakona.“
Í GAMLA DAGA VAR MAÐUR BARA Á BÍSANUM OG ÉG ÁTTI STUNDUM EKKI FYRIR MAT OG BARA SVALT.
Hún missti allt í hruninu. „Allt. Peningar og ég eigum ekki samleið og ég hef komist ágætlega af. Í gamla daga var maður bara á bísanum og ég átti stundum ekki fyrir mat og bara svalt; en ég hef alltaf getað gefið börnunum mínum allavega að éta en kannski ekki átt fyrir 66 gráður úlpu og var ekki alltaf sú vinsælasta að geta ekki keypt hjól þegar allir áttu hjól. En ég marði þetta einhvern veginn. Og þau höfðu það held ég fínt og eru bara vel sett í dag,“ segir fjögurra barna móðirin en yngsta barnið er 22 ára.“
Sjá allt viðtalið hér: Ellý í Q4U: „Ég er ekki lengur að hlusta á gamla pönktónlist“