Auðmaðurinn Karl Wernersson er í klandri eftir að dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði skotið undan eignum við gjaldþrot. Karl er einn útrásarmannanna kræfu sem sópaði að sér auði fyrir hrun. Hann var gjarnan kenndur við Lyf og heilsu. Svo fór allt á hliðina. Samkvæmt dómnum færði Karl verðmætar eiginir yfir á félag í eigu Jóns Hilmars Karlssonar, sonar síns. Þess á meðal er fokdýrt einbýlishús á Ítalíu sem yfirvöld hafa gert félaginu að skila og greiða að auki tugmilljóna bætur. Talið er að glæisvillan sé allt að 300 milljóna króna virði. Þá eru einbýlishús í Garðabæ og Benz-bifreið í pottinum. Það er hart sótt að Karli og ekkert gefið eftir …