Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vakið furðu vegna ummæla sinna um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem hann uppnefndi sem þá svörtu í samkvæmi um helgina. Fordómar ráðherrans hafa fallið í grýtta jörð og hefur jafnvel verið krafist afsagnar ráðherrans sem vann stórsigur í liðnum kosningum. Óljóst er með áhrif þessa máls á fylgi Framsóknarflokksins en formaðurinn hefur beðist afsökunar á framferði sínu. Sjálfur varð Sigurður Ingi fréttaefni vegna fordóma í hans garð á sínum tíma þegar fréttamaður uppnefndi hann sem „þann feita“ þegar stjórnmálaforingjum var raðað upp fyrir útsendingu. Fréttamaðurinn var ómeðvitað í útsendingu þegar hann spurði hvort ekki ætti að láta þann feita standa á tilgreindum stað …