Nýr forstjóri og fjármálastjóri voru kynntir til leiks hjá Skeljungi í fyrradag við mikinn fögnuð fjárfesta. Hlutabréf í Skel fjárfestingafélagi, áður Skeljungi, hækkuðu um sjö prósent við tíðindin. Ásgeir Reykfjörð Gylfason verður nýr forstjóri fyrirtækisins en hann var áður hægri hönd Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka. Magnús Ingi Einarsson var ráðinn fjármálastjóri. Jón Ásgeir Jóhannesson, stærsti hluthafi fjárfestingafélagsins, tók þeim fagnandi og tilkynnti um stærstu kauprétti til einstaka stjórnenda frá fjármálahruni. Þeir Ásgeir og Magnús Ingi eiga von á allt að tvö þúsund milljónum króna í kauprétti.
Jón Ásgeiri hefur á skömmum tíma tekist að breyta bensínsjoppum í fjárfestingafélag sem malar gull. Lífeyrissjóðirnir eru horfnir á braut og gamli kaupmaðurinn á horninu hefur nú betri „vinnufrið“ til að gefa út væna kauprétti og ráðast í nýjar fjárfestingar.
Ljóst að Jón Ásgeir er snúinn aftur í íslensku kauphöllina og hefur á skömmum tíma náð að tvöfalda virði fyrirtækisins. Óneitanlega minnir háflug fyrirtækisins nokkuð á hið áhættusækna FL-Group. Þó er vel hugsanlegt að menn hafi lært af reynslunni og fari hægara í sakirnar en áður og segja kaupréttina og yfirráð Jóns Ásgeirs yfir fjárfestingafélaginu marka ákveðin tímamót. Ljóst sé að Jón Ásgeir er snúinn aftur í íslensku kauphöllina og hefur á skömmum tíma náð að tvöfalda virði fyrirtækisins. Óneitanlega minnir háflug fyrirtækisins nokkuð á hið áhættusækna FL-Group sem endaði með eftirminnilegri brotlendingu þeirra Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar.