Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Bubb­i ræðir um erf­ið­a reynsl­u: „Ég er mis­not­að­ur 14 ára gam­all“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Bubbi Morthens hefur sannarlega sveiflast með tíðaranda okkar samfélags fram og aftur, verið gagnrýndur fyrir tækifærismennsku og fyrir að sýna af sér karlrembu en er einn af fáum sem þó gengst oft við því þegar hann ruglast, sem myndi teljast gott fordæmi um jákvæða karlmennsku,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskunni.

Bubbi segir þar hafa upplifa sig oft sem utangátta, utanvelta og steingert tröll enda alinn upp, að eigin sögn, í eitraðri karlmennsku og kvennakúgun.

Hann opnaði sig um erfiða reynslu í við­tali í hlað­varpinu Karl­mennskan hjá Þor­steini V. Einars­syni á dögunum. Bubbi sagði frá því þegar hann var mis­notaður á ung­lings­aldri og lýsti því hvaða á­hrif það hafði á hans sjálfs­mynd og sam­skipti við kven­fólk.

„Ég er mis­notaður 14 ára gamall sem í rauninni sviptir mig ung­lings­árunum, sviptir mig nándinni og getunni til að eiga eðli­leg sam­skipti við kven­fólk, sem dæmi. En það sem ég hef lært á þessari veg­ferð er að það er engin leið að eiga mögu­leika á heilun öðru­vísi en að það verði sátt og sam­tal.“

Í við­talinu segir Bubbi frá sjálfs­vinnunni sem hann lagðist í til að vinna úr of­beldinu. Þar segir hann frá fyrstu til­raun sinni til að opna á um­ræðu um mis­notkun sína hjá sál­fræðingi sem hann fór til árið 2004. Bubbi segir að þegar hann byrjaði að ræða kyn­ferðis­of­beldið við sál­fræðinginn, sem var karl­maður, hafi hann brugðist sér­kenni­lega við. „Hann skildi ekki hvað ég var að tala um og ýtti þessu bara til hliðar.“

Að sögn Bubba fann hann sér síðan annan aðila til þess að hjálpa sér í gegnum það flókna ferli að vinda ofan af á­hrifunum sem mis­notkunin hafði á líf hans. En hún litaði sam­skipti hans við kven­fólk um langt skeið.

- Auglýsing -

„Ég var ekki búinn að sofa hjá stelpu þegar þetta gerist. Ég var bara 14 ára. Ég var skotinn í stelpu en frá þessum tíma­punkti þá var heil­brigt kyn­líf tekið frá mér og getan til að stunda kyn­líf með nánd, ég var sviptur henni. Punktur. Það er bara þannig. Ég átti nánara sam­band við klám heldur en t.d. að eiga eðli­leg sam­skipti við konur,“ segir Bubbi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -