- Auglýsing -
Um helgina létust tvær konur með Covid-19 á gjörgæsludeildinni á Landspítalanum í Fossvogi. Konurnar voru báðar á áttræðisaldri. RÚV greinir frá þessu.
22 sjúklingar eru nú inniliggjandi á spítalanum með Covid-19. Af þeim eru 18 með virkt smit. Í gær voru 27 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 og hefur þeim því fækkað um fimm milli daga. Engir Covid-sjúklingar eru á gjörgæslu.