„Ég ákvað strax að ég yrði hreinskilin við mig sjálfa þessa meðgöngu og ykkur líka. Þið hafið fengið að sjá allar hliðar. Þær eru heldur betur búnar að vera krefjandi. Ég ætla ekki að þykjast vera búin að eiga glimmer meðgöngu þegar hún var það bara alls ekki, heldur langt því frá.
Þetta er raunveruleikinn minn þessa meðgöngu. Ég er búin að gráta meira en hlæja og ég er búin að vera fyrir utan líkamann minn frá því þetta ferðalag hófst. Mjög undarleg tilfinning. Bæði ógnvekjandi en á sama tíma sýnir hversu magnaður líkaminn er. Hann fékk þetta verkefni og er að tækla það eftir bestu getu og þarna inni eru tveir gormar sem urðu til þrátt fyrir allt,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir áhrifavaldur og guðfræðingur í færslu á Instagram í gær,
Ég hef aldrei verið eins stolt af líkamanum mínum og núna,“ segir hún, en hún og eiginmaður hennar, Bassi Ólafsson eiga von á tvíburum á næstu dögum.
Hún segir líkamsímyndina hafi ekki verið nægilega góð í byrjun meðgöngunnar, en hún sé stolt af því að verða vitni af því hvernig líkaminn tekst á við það erfiða verkefni sem tvíburameðganga er.
Þá segist hún ekki getað beðið eftir að endurheimta musterið sitt aftur.