Arnar Grant hefur verið töluvert í fréttum síðustu mánuði eftir að Vítalía Lazareva sagði frá því í viðtali við hlaðvarpið Eigin konur að hún hefði átt í ofbeldissambandi við kvæntan mann. Hinn kvænti var Arnar Grant.
Einkaþjálfarinn er nú skilinn að lögum samkvæmt Þjóðaskrá Íslands. Hann og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsbanka gengu í hjónaband 2014 í Dómkirkjunni en hafa nú farið í sitthvora áttina, þetta kemur í frétt á Smartland.
Vitaliya Lazareva, 24 ára, lýsti því hvernig hópur manna hafi brotið kynferðislega á henni í heitum potti við sumarbústað í október árið 2020. Á þeim tíma var hún í ástarsambandi með 48 ára gömlum kvæntum manni. Vitaliya opnaði sig í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþáttunum Eigin Konur.
Mannlíf fjallaði um málið, en Vitaliya sagðist hafa kynnst manninum á líkamsræktarstöð þegar hún var í einkaþjálfun hjá honum. Eftir nokkurra vikna kynni býður maðurinn henni að koma í sumarbústað til hans og vina hans. Hún segist ekki hafa þekkt mennina vel.