Lögreglunni barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Breiðholti í gærkvöldi en maðurinn var staddur matvöruverslun með boga og örvar. Lögregla handlagði vopnin og skýrsla rituð um málið. Á sama tíma var tilkynnt um umferðarslys í Hafnarfirði. Farþegi á fjórhjóli, 14 ára gamall drengur, hafði dottið af hjólinu. Líklegt þykir að hann hafi fótbrotnað en var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild.
Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hafði hann látið illa og hótað starfsfólki í verslun. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, gisti í fangaklefa.
Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út að Fannborg í Kópavogi um miðnætti eftir að eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði. Eldurinn var minni en talið var í upphafi en ekki er vitað um eldsupptök.
Fyrr um kvöldið handlagði lögregla fíkniefni í Kópavogi. Karlmaður, sem hafði fíkniefni í fórum sér, afhenti lögreglu efnin.