Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kona dæmd í fangelsi fyrir mansal: Setti stjúpbörn sín í nauðungarvinnu og stal launum þeirra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal, brot í nánu sambandi og peningaþvætti. Konan neyddi þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu samkvæmt dómnum og ber að greiða hverju þeirra bætur. Konan var einnig ákærð fyrir brot gegn fjórða stjúpbarninu en var kröfum þess barns vísað frá dómi. Vísir greinir fyrst frá málinu.

Samkvæmt dómnum voru brotin framin yfir um tveggja og hálfs árs tímabil, frá apríl 2018 til nóvember 2020.

Konan útvegaði stjúpbörnum sínum, sem eru erlendir ríkisborgarar, dvalarleyfi hér á landi og flutti þau til landsins. Hún útvegaði þeim síðan störf hjá fyrirtæki þar sem hún starfaði bæði sem verkstjóri og stýrði daglegum rekstri.

Konan lét þrjú stjúpbarna sinna vinna hjá fyrirtækinu í allt að þrettán klukkustundir á dag, sex til sjö daga vikunnar. Fjórða barnið lét hún vinna í allt að tvær klukkustundir á dag, þrjá daga vikunnar.

Þau laun sem börnin fengu greidd fyrir störf sín stal konan síðan af þeim. Það gerði hún ýmist með því að millifæra peninginn af reikningum þeirra yfir á sína eigin reikninga og greiðslukort, eða með því að láta börnin taka peninga út úr hraðbönkum. Um er að ræða rúmlega 16 milljónir króna.

Konan var einnig sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum vegna framkomu sinnar við stjúpbörnin. Hún er sögð hafa ítrekað gert lítið úr börnunum á sérlega sársaukafullan og meiðandi hátt með því að kalla þau aumingja, öskra á þau bæði á vinnustaðnum og á heimilinu, banna þeim að stunda tómstundir og eyða tíma með vinum sínum. Konan er jafnframt sögð hafa meinað tveimur barnanna að fara í framhaldsskóla að grunnskólanámi þeirra loknu. Hún hafi einnig hótað því að senda börnin til heimalandsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -