- Auglýsing -
Alþingiskonan Kristrún Frostadóttir er ekki frekar en margir aðrir sátt við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún beinir spjótum sínum að fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, og segir að söluferlið hafi skaðað íslenskt samfélag:
„Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í Íslandsbankaútboðinu hafi um 130 aðilar komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða,“ segir Kristrún um málið og bætir við:
„Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti,“ segir Kristrún og telur engan vafa leika á því hvað þurfi að gera:
„Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja.“