Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lotta: „Aðferð til að greina fyrr – Heilabilun sjúkdómur sem dregur úr samfélagslegri virkni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Með hækkandi aldri þjóðarinnar er búist við því að heilabilun verði okkar stærsti langvinni sjúkdómur, sem dregur úr samfélagslegri virkni og kostar fjölskyldur og samfélag gríðarlegar upphæðir. Greining sjúkdóma er fyrsta skrefið í átt að lækningu eða meðferð og leitast rannsóknin við að hjálpa til við það.“

Þetta segir Lotta María Ellingsen, dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild við Háskóla Íslands. Hún hefur lagt ofurkapp á rannsóknir sem snúa að læknisfræðilegri myndgreiningu til að finna fyrr merki um alvarlega heilasjúkdóma.

„Rannsóknin sem ég vinn að núna,“ segir hún, „snýst um þróun sjálfvirkra myndgreiningaraðferða til að finna lífmerki í byggingu heilans sem leitt gætu til betri og fyrri greiningar á taugahrörnunarsjúkdómum, sem m.a. valda heilabilun.“

Myndgreiningin byggist á sérhæfðum hugbúnaði og er smíði fyrstu frumgerðarinnar lokið. Hugbúnaðurinn merkir undirsvæði heilastofnsins á sjálfvirkan hátt. Lotta María segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að aðferðin sé afar nákvæm en vissulega sé nauðsynlegt að framkvæma frekari prófanir. Þess má geta að hugbúnaðurinn hlaut fyrstu verðlaun í Vísinda- og nýsköpunarkeppni Háskóla Íslands fyrr á árinu. Hér að neðan ræðir Lotta um möguleika hugbúnaðarins í stuttu myndbandi.

- Auglýsing -

„Við þróuðum nýja myndgreiningaraðferð sem skilgreinir betur lífmerki í heilanum sem einkenna sjúkdóminn. Þetta kveikti áhuga minn á lífmerkjum í heilanum, sem mögulega gætu hjálpað til við greiningu annarra heilabilunarsjúkdóma á fyrri stigum en hægt er í dag. Snemmgreining er forsenda nýrra meðferðarmöguleika og lyfjaþróunar.“

Lotta María segir að rannsóknir hafi sýnt að sjúkdómarnir sem hún einbeitir sér að í rannsókninni valdi einkennum í byggingu heilans sem röntgenlæknar geti oft greint. Á meðal þessara sjúdóma eru PSP, sem er ólæknandi taugahrörnunarsjúkdómur í mið- og framheila, og hrörnunarsjúkdómurinn MSA, en báðir þessir sjúkdómar flokkast til Parkison-plús sjúkdóma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -