- Auglýsing -
Íþróttafréttamaðurinn og einn mesti markaskorari okkar Íslendinga frá upphafi, Hörður Magnússon, Höddi Magg, segir frá einni af ákvörðunum sínum sem hafi fært honum mikla gæfu og vellíðan.
Gefum Hödda orðið:
„Hugvekja: Ein af mínum bestu ákvörðunum í seinni tíð var að hætta á Twitter árið 2019. Var búinn að vera þar í nokkur ár og taldi mér trú um að þetta væri nauðsynlegur vettvangur að koma minni vinnu á framfæri og geta fylgst með öllu. En vera mín þar mestan part olli mér oftast mikilli vanlíðan. Og því tók ég ákvörðun um að hætta.“
Og Höddi hefur svo sannarlega ekki séð eftir að hafa hætt á Twitter – síður en svo:
„Þessi endalausa þörf að tjá sig um allt og ekkert er löngu horfin. Vera undir sífelldum þrýstingi og jafnvel gagnrýni. Vera að svara fyrir sig þegar betra er að þegja. Miðillinn sem slíkur er sniðugur en eins og margir nota hann, er vettvangur eineltis og dómhörku. Ég fagna frelsinu. Góðar stundir.“