Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Dr. Skúli segist hafa fengið gríðarlegan stuðning: „Spyrjum að leikslokum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan rannsakar andlát níu sjúklinga á HSS og mál fimm annarra sem lifðu. Öll áttu þau það sameiginlegt að hafa verið sjúklingar Skúla Tómasar Gunnlaugssonar og er hann með réttarstöðu grunaðra ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi. Fram að þessu hefur Skúli ekkert tjáð sig um málið.

Mannlíf heyrði í Dr. Skúla sem sagðist ekki geta tjá sig um málið: „Okkur læknum er því miður óheimilt að tjá okkur lögum skv. um þetta. Þess vegna verður umræðan alltaf einhliða. Þar við situr og vona að þú sýnir því skilning. Hef fengið gríðarlegan stuðning hjá fólki sem hefur kynnt sér málið. Þetta er allt í ferli þar sem sannleikurinn mun koma í ljós. Þangað til er ekkert hægt að gera og spyrjum að leikslokum.“

Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Í nóvember síðastliðnum veitti Alma Möller landlæknir, Dr. Skúla áframhaldandi starfsleyfi á Landspítalanum þar sem hann hefur starfað undanfarið. Það gerði hún þrátt fyrir að hafa skrifað álit á málinu þar sem Dr. Skúli fær vægast sagt slæma útreið.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -