Nýjasta tölublað Mannlífs er komið út – stútfullt af brakandi fersku efni. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við margverðlaunaða rithöfundinn Auði Jónsdóttur. Auður hefur upplifað ansi margt. Hún segir meðal annars frá flogaveiki sem hún glímdi við í æsku, því hvernig hún byrjaði að skrifa 11 ára gömul og tímanum á Gljúfrasteini. Hún var á verbúð um tíma og endaði á því að giftast beitingarformanninum þegar hún var um tvítugt, en hann var drykkfelldur og 20 árum eldri en hún sjálf.
Í blaðinu má einnig finna önnur spennandi viðtöl, áhugaverða pistla, stjörnuspeki og margt fleira.
Fjallað er um stóraukna notkun landsmanna á ópíóíðum og Fentanyl-faraldur sem hugsanlega er í uppsiglingu. Vísbendingar eru um fjölgun dauðsfalla tengdum misnotkun Fentanyls.
Mál Lilju varpar ljósi á erfiða stöðu neytenda gagnvart innheimtufyrirtækjum og knýr fram þá spurningu hvort framganga fyrirtækjanna samræmist góðum viðskiptaháttum.
Í blaðinu er einnig bráðskemmtilegt og fræðandi viðtal við Arnór sem ferðaðist til Tælands eftir fráfall nákomins ættingja. Hann segir okkur meðal annars frá því hvernig hann náði tökum á taugakerfinu með hinum ýmsum æfingakerfum.
Sakamálið og baksýnisspegillinn eru síðan auðvitað á sínum stað.
Lesendur geta nálgast ókeypis eintak af blaðinu í Bónus, Hagkaup og á N1. Einnig er hægt að lesa blaðið í vefútgáfu hér.