- Auglýsing -
Í tilefni af HönnunarMars dagana 4.-8. maí hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernum en blómafernurnar komu fyrst á markað árið 1985 þegar fyrirtækið vildi gefa neytendum blóm í tilefni af 50 ár afmæli þess.
Nokkrir íslenskir hönnuðir eiga heiðurinn að fernunum. Það voru þau Kristín Þorkelsdóttir, Tryggvi T. Tryggvason og Stephen Fairbairn. Blómin eru byggð á myndefni úr Flóru Íslands eftir Eggert Pétursson.