Helgi Jóhannesson lögmaður gerði, í fyrirlestri í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju, að viðstöddu margmenni, upp áföll undanfarins árs.
Hann játaði skýlaust að hafa með hegðun sinni og ósmekklegu orðfæri orsakað vanlíðan, það hefði aldrei verið ætlunin, en samt gerst.
„Ég tek ábyrð á því sem ég hef gert en þurfti að gefast upp fyrir ósönnum sögusögnum um atvik úr fortíðinni sem gengu fjöllunum hærra meðan stormur þessi geysaði sem mest. Það hafði engan tilgang að reyna að koma á framfæri leiðréttingum á þeim. Um það voru allir sammála sem ég leitaði til. Ég ætla samt ekki að dvelja við það heldur horfa fram á við,“ sagði Helgi meðal annars.
Með aðstoð sérfræðinga hefur Helgi kafað í ástæður þess að hann hafi farið yfir mörk samferðarfólks síns, hann hefur reynt eftir fremsta megni að leiðrétta brot sín með því að biðjast afsökunnar og breyta hegðun sinni.
„Ég iðrast þess sem ég hef gert, og ég myndi gefa allar eigur mínar til að geta bætt fyrir mín brot, en ég get ekki gert annað en það sem ég er að gera, það er að segja horfa fram á við með breytta hegðun, ég get ekki snúið tímans hjóli til baka,“ sagði Helgi Jóhannesson.
Lesa alla grein hér