Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir mars 2022 voru 696 hegningarlagabrot skráð. Þá kemur fram að brotum hafi fjölgað milli mánaða. Alls bárust 122 tilkynningar um ofbeldisbrot í mars.
Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 66 í mars samanborið við 52 í febrúar. Beiðni um leit að börnum og unglingum voru sjö talsins og fækkaði þeim lítillega milli mánaða. Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í mars og fjölgaði slíkum brotum milli mánaða.
Að undanskildum hraðamyndavélum voru 673 umferðarlagabrot skráð í mars. Umferðalagabrot það sem af er ári eru tæplega þrjátíu prósentum færri á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.