Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

Svavar í óvissuferð með frúnni: „Ætlar að gera mér þann grikk að leiða mig út í einhverja óvissu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er enginn annar en Prins Póló sjálfur eða Svavar Pétur Eysteinsson eins og hann heitir í alvörunni. Er hann nákvæmlega 45 ára í dag.

Svavar Pétur hefur gefið út nokkrar plötur sem Prins Póló þar sem hann syngur um hversdagsleg vandamál en með frægari lögum með honum má nefna Niðrá strönd, París Norðursins og Líf, ertu að grínast? Þá hefur hann einnig spilað með böndum á borð við Létt á bárunni, Rúnk, Emmet, Blimpt, Skakkamanage og Múldýrið.  Hefur hann einnig komið að ýmsum öðrum þáttum tónlistar eins og plötuútgáfu, tónsmíðum og textagerð.

Í fyrra sagði Svavar Pétur frá því að hann hefði greinst með ólæknandi krabbamein í vélinda en segist í viðtölum ekki lifa í óttanum og má segja með sanni að hann tekst á við veikindin með fádæma auðmýkt og þokka.

Mannlíf hringdi í afmælisbarnið og spurði hann út í daginn, hvort og þá hvernig hann hyggðist fagna deginum.

„Þetta hefur verið frekar hefðbundinn dagur fram að þessu en ég er nú á leið í óvissuferð með frúnni. Hún ætlar að gera mér þann grikk að leiða mig út í einhverja óvissu seinni partinn þanng að ég er svona að kúka í buxurnar með það.“ Aðspurður hvort hann fengi enga köku í tilefni dagsins sagðist hann ekki viss með það. „En ég fékk pönnukökur hjá tengdamömmu í dag.“

En hvað er framundan hjá Svavari Pétri?

- Auglýsing -

„Ég er á fullu að vinna verk fyrir sýningu sem opnar í Gerðubergi 28. maí. Og svo er ég að reyna að koma mér í sauðburð fyrir austan, einhverntíman í maí líka. Við eigum frændfólk í Berufirðinum þar sem við höfum alltaf reynt að taka átt í sauðburði.“

Mannlíf óskar Svavari Pétri innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -