Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Krafinn um 19 milljónir í tveimur ákærum – Talinn hafa brotið á 17 barnungum stúlkum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á sjötugsaldri er krafinn um samtals 11 milljónir í miskabætur vegna kynferðisbrota gegn tíu ólögráða stúlkum, sem hann hefur verið ákærður fyrir. Var ákæran þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Samkvæmt Rúv hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun desember. Eru ákærurnar á hendur honum orðnar tvær en í fyrri ákærunni er hann sakaður um að hafa brotið gegn sjö ungum stúlkum. Fara forráðamenn þeirra fram á rúmar 8 milljónir í miskabætur.

Fram kemur í ákærunni sem þingfest var í morgun, að maðurinn hafi meðal annars sent sumum stúlknanna ljósmynd af getnaðarlim sínum og viðhaft klámfengið tal. Einnig er hann ákærður fyrir tilraun til þess að hitta tvær stúlkur í kynferðislegum tilgangi.

Rannsókn lögreglu á málinu var afar yfirgripsmikil en meira en 30 börn gáfu skýrslu, ýmist sem þolendur eða vitni og um það bil 20 fullorðnir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -