Hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak deildi á Twitter skjáskoti af skilaboðum sem hún fékk á Instagram. Þau sýna skilaboð sem ónefndur maður sendi henni.
Edda segir á Twitter þræðinum að maðurinn sé dómari í dómsmálakerfinu og bendir á að ekki sé skrýtið að mál séu felld niður þegar dómararnir hegða sér svona.
Dómarinn sendir henni skilaboð eins og: „Þessar myndir af þér fella niður heilu hjarðirnar af heilbrigðum karlmönnum“. Einnig þessi: „Ef þig vantar cool bíl til að láta mynda þig í eða bara fá lánaðan smá þá á ég einn góðan.“
Edda deilir öðru skjáskoti í þræðinum þar sem hún segir hæstaréttarlögmann hafa sent skilaboð eins og „Treystu mér – því eldri sem eiginmaðurinn þinn er eldri en þú – þeim mun ólíklegra er að hann yngi upp.“
Edda segir allt rotið í dómskerfinu.
Þráðinn má sjá hér að neðan:
Ég: "afhverju var þetta mál fellt niður? hver var dómarinn í þessu máli?"
Dómarinn in my dms: pic.twitter.com/F0zobHOlxP— Edda Falak (@eddafalak) April 27, 2022
Það er ekkert rosa skrítið að sjá engar breytingar í dómskerfinu þegar við erum með vanhæfa matsmenn og dómara sem eyða mest öllum sínum tíma í að perrast í ungum stelpum
— Edda Falak (@eddafalak) April 27, 2022