Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Guðni syngur: „Euro­vision er ferðasirkus með ris­a­tjaldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Banda­ríski frétta­skýringa­þátturinn 60 Minu­tes birti myndbrot um júróvisíon æðið á Íslandi. Tökulið og frétta­maður komu til Íslands í mars frá þessum stærsta frétta­skýringa­þætti í heimi til Ís­lands.

Þar fylgdust þau með Söngva­keppninni af at­hygli.

„Euro­vision er ferðasirkus með ris­a­tjaldi og þú verður að sjá þetta til að trúa þessu,“ út­skýrir frétta­maðurinn fyrir banda­rískum á­horf­endum. Þá má sjá brot úr við­tali við Rúnar Frey Gísla­son, fram­kvæmda­stjóra Söngva­keppninnar, sem svarar því játandi að Euro­vision láti Ís­lendingum líða eins og þeir séu hluti af Evrópu.

Meðal viðmælanda var Guðni Th. Johannes­son, for­seti Ís­lands. Í þættinum má sjá forsetann bresta í söng. Hægt er að sjá brot úr þættinum hér að neðan.

Í viðtalinu er Guðni beðinn um að út­skýra hvaða merkingu júróvísíon hafi fyrir Ís­lendinga. „Við erum lítil þjóð,“ svarar Guðni og segir Ís­lendinga vilji finna það að þeir geti keppt við stærri þjóðir á al­þjóða­sviðinu.

Samskiptastjóri júróvisíon, Dave Goodman segir að: „leyndarmálið á bakvið keppnina sé að ná tengingu við áhorfendur. Lag eins og íslenska lagið í ár gæti til dæmis gert það gott vegna þess að það býr yfir þessari tengingu.“

- Auglýsing -

Þá er Guðni spurður að því hve mörg prósent munu horfa á keppnina?

„2019 horfðu 98,4 prósent Ís­lendinga á keppnina og hin prósentin voru lík­lega sofandi eftir langan dag.“ Talað er um í þættinum að Guðni sé sagnfræðingur og muni sem slíkur vel eftir ýmsum at­riðum í Euro­vision. „Ég get auð­veld­lega rifjað upp sigur­lög. Sandra Kim ’86, Brot­her­hood of Man, „Save your Kis­ses for Me“ ’76 ef ég man þetta rétt.“

- Auglýsing -

Þá spyr blaða­maður 60 Minu­tes, Jon Wertheim; hvort hann sé ekki til í að syngja fyrir sig? Þá hlær Guðni.

„Ég syng í baði, ég syng í sturtu. Á ég nún a að syngja í 60 mínútum?“ spyr for­setinn áður en hann brestur í söng og syngur lagið Save All your Kis­ses for me.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -