Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Arna Ýr fær verri þjónustu ómáluð – „Þegar ég er feit virðist ekki miklu máli skipta hvað ég geri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arna Ýr Jónsdóttir, áhrifavaldur, fegurðardrotting og hjúkrunarfræðinemi, sagði frá sorglegum raunveruleika á Instagram síðu sinni í gær. Birti hún mynd af sér en þar stóð:
„Sad fact. Er að fara með gallaða apple vöru í dag og ætla að mála mig og klæða mig vel svo það sé tekið mark á mér og varan tekin inn án vandræða. Ég lengi hryllilega oft í því að það er ekki tekið mark á mér þegar ég er ómáluð eða í jogging gallanum. Þegar ég er máluð og fínt klædd jafnvel hælum finnst mér kk starfsfólk oft stökkva til – til að aðstoða mig og segja áberandi hátt “góðan dag get ég aðstoðað“! Þetta er að sjálfsögðu engin alhæfing bara mín upplifun til margra ára. Vignir hefur meiraðsegja tekið eftir þessu.“

Viðbrögðin við færslunni létu ekki á sér standa. Örnu bárust í kjölfarið ótal sögur þar sem konur sögðu frá sinni reynslu og mismunun sem þær höfðu orðið fyrir sökum útlits. Birti hún skjáskot af nokkrum þeirra:
„Er hjartanlega sammála þér en þetta sama á við um karlkynið. Maðurinn minn talar um það sjálfur að það er miklu frekar tekið mark á honum eða hann fær betri þjónustu bæði frá kk og kvk þegar hann er vel til hafður.“

„Mjög satt.. svo hef ég verið allskonar bæði feit og mjó.. en þegar ég er feit virðist ekki miklu máli skipta heldur hvað ég geri, hvort ég er í joggaranum eða í fínasta punti það er bara oftast alls ekki tekið mark á mér eða tekið einu sinni eftir mér. Lendi ítrekað í því að öðru fólki er jafnvel bara hleypt á undan mér án þess að vera virt viðlits.“

„Og ef þú ert í ofþyngd hefur fólk enga þörf á að bjóða góðan dag eða bjóða aðstoð í mörgum búðm… alveg óháð því hvað er selt í búðinni. En ég er sammála, fínni föt og tilhöfð og þá er frekar aðstöð í boði“.

Arna segist vonsvikin yfir stöðunni í samfélaginu.
„Við erum enn að díla við mismunandi þjónustu útá hvernig við erum til fara eða hvaða kyn við erum, það er bara brútal sannleikur,“ segir hún og bætir við að henni hafi einnig borist skilaboð, þar sem konur segja frá ferðum í byggingavöruverslanir.
„Þær liggur við fá ekki þjónustu því það er bara gert ráð fyrir að þær eigi ekki að vera í þessum störfum eða viti ekki neitt. Sumar hafa verið að mæta bara og segja ,,heyrðu ég er að kaupa þetta fyrir bróðir minn’’ og þá allt í einu er mikil aðstoð í boði fyrir bróðirinn, sem er ekki til“.
Tekur Arna það fram að hún geri sér vel grein fyrir því að karlmenn geti einnig upplifað mismuninn sem um ræðir. Þá setti hún inn færslu að lokum þar sem hún segist ómögulega getað áttað sig á því hvað minnihlutahópar ganga í gegnum.
„Ég er örugglega flokkuð sem hvít forréttindakona en ef ég er að finna þetta get ég ómögulega áttað mig á því hvað minnihlutahópar þurfa að upplifa og ganga í gegnum. Það eru líka miklu stærri eða alvarlegri þættir sem koma við sögu þar!“

Þá segist Arna verða í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni klukkan hálf 9 í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -