Björn Teitsson birti í gærkvöldi færslu á Twitter sem vakið hefur mikla athygli. Gísli Marteinn Baldursson er meðal þeirra sem endurbirtu færsluna en um er að ræða skemmtilegar vangaveltur um lestarkerfi á Íslandi.
„Eru ekki svona 90% þjóðarinnar sem vilja lest til Keflavíkur? Af hverju er þetta ekki gert? Af hverju er ekki búið að gera þetta? Af hverju má Ísland ekki bara vera pínu, bara pínu nett?,“ skrifar Björn en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, svarar spurningunni um hæl: „Mér skilst á framkvæmdaraðilum sem eru tilbúnir að þetta strandi á stjórnvöldum(ríki) sem neita að ákveða að færa innanlandsflugið til Keflavíkur,“ skrifar hún. Þá hafa margir tjáð skoðun sína á málinu og enn fleiri líkað við hana.