Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Einfaldlega … formkökur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formkökur standa alltaf fyrir sínu. Það er auðvelt að skella í formkökur og hráefnið í þær er þannig að það er iðulega til á heimilinu. Hér eru nokkrar uppskriftir að klassískum og gómsætum formkökum sem tekur stutta stund að hræra í.

 

Möndlukaka

12-14 sneiðar

7 dl hveiti

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

- Auglýsing -

1 tsk. salt

250 g smjör við stofuhita

4 dl sykur

- Auglýsing -

4 egg

korn úr einni vanillustöng

1 tsk. möndludropar

3 dl rjómi

Hitið ofninn í 175°C. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda  og salti vel saman í skál. Hrærið sykur og smjör saman í annarri skál þar til það er létt og kremkennt. Bætið eggjum saman við, einu í einu, og loks vanillukornum og möndludropum. Bætið rjóma og hveitiblöndu við smjörblönduna til skiptis og hrærið þar til deigið er samfellt. Setjið í smurt form og bakið í 50-60 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn upp.

Bráð

2 dl flórsykur

¼ tsk möndludropar

vatn

matarlitur ef vill

Byrjið á því að setja möndludropa saman við flórsykur og bætið svo örlitlu í einu af vatni við flórsykurinn þar til þykktin er hæfileg. Bætið örsmáum dropa af matarlit við ef vill og hrærið. Bætið við meiri lit ef þið viljið hafa bráðina litsterka.

 

Marmarakaka

10 sneiðar

200 g smjör, mjúkt

200 g sykur

3-4 egg (eftir stærð)

200 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilluessens eða 2 tsk. vanilludropar

3 msk. kakó

2 msk. mjólk

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, hrærið vel saman. Blandið saman hveiti og lyftidufti og sigtið út í eggjablönduna. Hrærið saman ásamt vanilluessens. Takið 1/3 hluta frá af deiginu og sigtið kakó út í. Hrærið saman og vætið í með mjólkinni. Smyrjið eða klæðið formkökumót með smjörpappír. Setjið helminginn af ljósa deiginu á botninn á forminu, setið dökka deigið ofan á og afganginn af ljósa deiginu efst. Takið prjón og hrærið aðeins í deiginu með honum. Bakið kökuna í 60 mínútur. Kælið aðeins og losið síðan varlega úr forminu.

Umsjón / Katrín Rut Bessadóttir

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -