Örvæntingin innan Sjálfstæðisflokksins vegna yfirvofandi fylgishruns Sjálfstæðisflokksins fer vaxandi með hverjum deginum. Bankabrall og pabbapólitík Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kostar frambjóðendur um allt land mikil vandræði þegar aðeins rúm vika er til kosninga.
Venjan er í þeirri stöðu sem nú er uppi að ræsa út Skrímsladeild flokksins og láta hana um að matreiða hneyksli á frambjóðendur annarra flokka en hún virðist steinsofa á meðan borgarstjórnarflokkurinn undir stjórn Hildar Björnsdóttur riðar til falls. Sérstaklega þykir áríðandi að grafa eitthvað slæmt upp um Dag B. Eggertsson í Reykjavík og Guðmnund Árna Stefánsson í Hafnarfirði sem eru á siglingu. Á meðal þeirra hæfileikamanna sem hermt er að annast hafi neyðarþjónustu fyrir Sjálfstæðisflokkinn er Andrés Magnússon, yfirmaður minningargreina á Mogganum, sem þykir naskur á pólitískan ófögnuð. Tárvotir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um allt land horfa bænaraugum nú til höfuðstöðvanna í Valhöll með von um að einhver hjálp berist þaðan …