Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ný stjórn Herjólfs ohf. kosin: „Kýs ég að sitja hjá en lýsi yfir fullu trausti til stjórnarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kosið var um nýja stjórn Herjólfs ohf. á síðasta bæjarstjórnarfundi Vestmannaeyjabæjar á þessu kjörtímabili, í dag. Sex kusu með skipun stjórnarinnar en einn sat hjá og gerði grein fyrir ástæðunni.

Styr hefur staðið um málefni Herjólfs ohf. að undanförnu en í janúar komst upp um brot skipstjóra um borð en hann sigldi 10 daga um jólin án starfsleyfis. Var hann látinn taka poka sinn í síðustu viku. Þá var stýrimaður einnig rekinn í síðustu viku en hann hafði tveimur árum áður verið lækkaður um tign, frá því að vera skipstjóri og niður í stýrimannastöðuna eftir brot í starfi. Hafði hann undanfarið leyst af við siglingar en hefur nú verið sagt upp. Hafa þó nokkrir starfsmenn Herjólfs sagt upp að undanförnu.

Sjá einnig: Skipstjóra Herjólfs loksins gert að hætta – Reiknar með að þetta gerist ekki aftur

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar skipaði eftirfarandi í stjórn Herjólfs ohf.:

Páll Scheving í staðinn fyrir Arnar Pétursson
Guðlaugur Friðþórsson
Agnes Einarsdóttir
Helga Kristín Kolbeinsdóttir í staðinn fyrir Arndísar Báru Ingimarsdóttur
Sigurbergur Ármannsson í staðinn fyrir Pál Guðmundsson

Forseti bæjarstjórnar, Elís Jónsson, var eini meðlimur bæjarstjórarinnar sem ekki greiddi með skipun stjórnarinnar en hann sat hjá. Gerði hann grein fyrir ákvörðun sinni:
„Undirritaður, sá sem hér talar hefði kosið að stjórn Herjólfs ohf hefði verið skipt út í heild sinni og af þeim sökum kýs ég að sitja hjá en lýsi yfir fullu trausti til stjórnarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -