Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ófullnægjandi eftirlit Garðabæjar með daggæslu Hjalteyrarhjóna – Niðurstöður úttektar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í lok síðasta árs steig fram fólk og lýsti grófu ofbeldi sem það varð fyrir á barnaheimilinu, Hjalteyri í Eyjarfirði, á áttunda áratug síðustu aldar. Málið er nú til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu en hjónin sem ráku heimilið, þau Einar og Beverly Gíslason, eru bæði látin. Hjalteyrarhjónin ráku þá daggæslu í Garðabæ frá árinu 1996 til 2014, með hléum, en á daggæslunni dvöldu samanlagt um 200 börn.

Í kjölfar frásagnanna var gerð úttekt á daggæslunni í Garðabæ en niðurstaða úttektarinnar var kynnt fyrir bæjarráði síðastliðinn þriðjudag. Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í viðtali við Fréttablaðið gögnin verði fljótlega opinber. „Á grunni þeirra gagna sem safnað hefur verið er megin niðurstaðan að það liggi ekki fyrir vísbendingar um að hjónin hafi beitt þau börn ofbeldi sem voru í daggæslu eða leikskólavist hjá þeim, fyrir utan lýsingar á tveimur atvikum frá starfsmanni,“ sagði Gunnar.

Eftir að Garðabær tilkynnti að rannsókn yrði gerð, höfðu tuttugu foreldrar, 25 börn og ein amma, samband við bæjarfélagið vegna málsins. Í úttektinni var meðal annars skoðað hvort rétt hafi verið staðið að verkferlum og eftirlit nægilegt. „Það kom í ljós að við hefðum mátt skrá betur heimsóknir. Bærinn tekur ábendingarnar til sín, einkum það sem varðar eftirlitið,“ segir Gunnar en úttektin var gerð af EAÞ Ráðgjöf. Telur Gunnar enga þörf á frekari rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -