Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Telja handtökuna byggja á kynþáttafordómum – Kæra íslensk yfirvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin, Pierre-VladimirJoliot og Naif Tarabay, heimsóttu Ísland í sjötta skipti í síðustu viku en varð heimsóknin skyndilega að martröð. Bæði Pierre og Naif voru handteknir á Ísafirði síðasta þriðjudag, grunaðir um mansal. Báðir hafa þeir lýst því að þeim hafi verið neitað um símtal og að lögmaður hafi ekki verið viðstaddur yfirheyrsluna. Mennirnir voru staddir á Íslandi með guðsyni sínum, Astor Mattson 14 ára, sem er elsta barn sænskra vinahjóna þeirra.

Sagði Pierre í samtali við Morgunblaðið að vinahjónum þeirra hafi þótt kærkomið að strákurinn færi með þeim. Þá eiga þau tvö önnur börn og því ekki auðvelt að fara með alla fjölskylduna í ferðalög eins og þetta. Mennirnir saka lögregluna á Ísafirði um kynþáttafordóma og hafa þeir báðir átt erfitt með svefn eftir handtökuna. Þá lýsa þeir því að annar þeirra hafi beðið í fagaklefa í sjö klukkustundir meðan hinn var yfirheyrður. Þegar upp  komst að um mistök var að ræða var þeim sleppt og beðnir afsökunar. Mennirnir ætla að leita réttar síns vegna málsins og kæra íslensk yfirvöld. Segja þeir að um mannréttindabrot hafi verið að ræða og hafa þeir þegar sett sig í samband við lögmann hér á landi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -