Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Deildarstjórinn kærir stuðningsfulltrúann: „Ég tel skjólstæðing minn vera fórnarlamb eineltis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deildarstjóri í Sandgerðisskóla, sem sakaður var um kynferðislega áreitni gagnvart nítján ára karlkyns stuðningsfulltrúa við skólann, hyggst kæra manninn fyrir upplognar ásakanir.

Málið hefur verið mikið í fréttum undanfarið en deildarstjórinn, sem er kona um fertugt, var sökuð um að hafa áreitt hinn unga stuðningsfulltrúa í veislu utan skólans. Maðurinn kærði málið til lögreglu í mars en málið var fellt niður vegna skorts á sönnunum.

Fyrst sneru ásakanir stuðningsfulltrúans um meint kynferðislegt ofbeldi á tilgreindum stað og tilgreindum tíma. Kæra þar að lútandi til lögreglunnar var dregin til baka en ávirðingar breyttust í meintar tilraunir deildarstjórans til ástaratlota sem stuðningsfulltrúinn hafi vikið sér undan. Var það atvik látið liggja á milli hluta eftir að þeim var boðið að mæta til sáttafundar ásamt lögfræðingum sínum. Náðust þar fullar sættir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs fól sáttarmeðferðin meðal annars í sér afdráttarlausa viðurkenningu stuðningsfulltrúans á því að hið meinta kynferðislega ofbeldi hefði aldrei átt sér stað. Á móti viðurkenndi deildarstjórinn að hafa hagað sér með óviðeigandi hætti í tilteknum gleðskap, ótengdum vinnustaðnum og farið yfir tilhlýðileg mörk í samskiptum við stuðningsfulltrúann.

Sú sátt, sem náðist á fundinum var rofin að mati lögfræðings deildarstjórans, Steinbergs Finnbogasonar, af stuðningsfulltrúanum er trúnaðarmaður hans og móðursystir, fór með þær nýju ásakanir í fjölmiðla að stuðningsfulltrúinn hefði orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu deildarstjórans í marga mánuði. Ekki voru tilgreind sérstök atvik í þeim efnum. Segir lögfræðingur deildarstjórans að enginn fótur sé fyrir þeim ásökunum.

Af þessum sökum hefur deildarstjórinn ákveðið að kæra stuðningsfulltrúann fyrir rangar sakargiftir. „Sú kæra er í vinnslu og verður send lögreglunni á næstu dögum,“ sagði Steinberg í samtali við Mannlíf. Bætti hann við: „Ég tel skjólstæðing minn vera fórnarlamb eineltis og ofbeldis á vinnustað sínum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -