Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sjálfstæðismaður um Björgu Fenger og Garðabæ: „Þetta getur ekki haldið svona áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólga og spenna ríkir í Garðabæ – bláasta og mögulega ríkasta sveitarfélagi Íslands; þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið einn að kjötkötlunum frá því að elstu menn og konur muna; og mun lengur en það.

Nú eru blikur á lofti

Segja má að þetta kjörtímabil hafi breyst í hálfgerða martröð fyrir meirihlutann þaulsetna í Garðabæ; öflug stjórnarandstaða hefur í fyrsta skipti í sögu Garðabæjarstjórnmála verið rekin með áberandi hætti á þessu kjörtímabili; þar er á engan hallað þegar nafn Söru Daggar Svanhildardóttur er nefnt, sem verið hefur bæjarfulltrúi á vegum Garðabæjarlistans; og látið í sér heyra.

Hún fer nú fyrir Viðreisn sem sagði sig úr Garðabæjarlistanum og býður flokkurinn nú sig fram einn og Sara Dögg er þar fremst í fylkingu.

Hvað hefur að mati Söru Daggar einkennt stjórnmálin í Garðabæ þetta kjörtímabilið, og hvernig sér hún fyrir sér framtíðina í stjórnmálum Garðabæjar ef flokkur hennar nær að komast í meirihlutastjórn að kosningum afloknum?

„Það sem hefur einkennt þetta kjörtímabil er fyrst og fremst aðgerðaleysi sjálfstæðismanna. Þau sofnuðu á verðinum og klúðruðu uppbyggingu samhliða hraðri fjölgun íbúa. Tækifæri sem hefði ef vel hefði verið haldið á málum getað styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins ennfrekar en í staðinn hefur aðgerðaleysi þeirra veikt stöðu þeirra verulega. Óánægja nýrra íbúa stendur þar hæst og er varla gott veganesti inn í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins sem setið hefur við völd í yfir 45 ár og er í raun ekkert annað en birtingarmynd þeirra valdaþreytu sem ríkir. Við í Viðreins finnum fyrir miklum meðbyr og hlökkum til að takast á við verkefnin framundan með okkur blása ferskir vindar sem munu leiða til ákveðinnar uppfærslu ýmissa þátta er varða daglegt líf Garðbæinga. Við ætlum að fara betur með skattfé og hækka þjónustustig sveitarfélagsins við alla íbúa og láta Garðabæ taka aftur forystu í skólamálum.“ 

Skjálfti í Sjálfstæðismönnum

Samkvæmt heimildum Mannlífs innan úr stjórnkerfi Garðabæjar er skjálfti í Sjálfstæðismönnum; þeir segja:

- Auglýsing -

„Falli Garðabær er eitt helsta vígi flokksins í áratugi orðið rústirnar einar. Og þá er orðið fátt um fína drætti hjá flokki sem farið hefur með völdin að mestu á Íslandi í fleiri fleiri áratugi.“

Eða eins og annar heimildarmaður Mannlífs innan úr Sjálfstæðisflokknum sagði við blaðamann Mannlífs:

„Þetta gæti verið búið spil. Gunnar bæjarstjóri (Einarsson) er að hætta; sumir segja hann flýja sökkvandi skip – en aðrir segja tíma hans einfaldlega liðinn. En eitt er víst; hneykslið varðandi Milljarðarhöllina svokölluðu vakti og vekur enn mikla reiði – þar var bruðlað með skattfé almennings og ekki einu sinni byggt almennilegt og löglegt knattspyrnuhús; algjör peningasóun og bruðl. Svo er það hún Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar – úff! Hvað voru Gunnar bæjarstjóri og Björg að hugsa? Hún fékk samning við fyrirtæki sitt án lögformlegs útboðs – spilling í hæsta gæðaflokki. Og ég er orðinn leiður á því að fá yfir mig skammir og skít vegna Bjargar; hún hefði átt að hætta núna og ekki bjóða sig fram í annað sætið; þetta getur ekki haldið svona áfram.“

- Auglýsing -

Mannlíf fór á stúfana í Garðabæ og ræddi við fólk á förnum vegi: Skiptingin var þessi; helmingur bæjarbúa sem Mannlíf ræddi við vilja Sjálfstæðisflokkinn burt úr því að ráða öllu og vilja nýjungar. Aðrir sáu ekkert annað en áframhaldandi meirihluta Sjálfstæðisflokks í bænum bláa.

Sjáum hvað setur, en ljóst er að Sjálfstæðismenn geta ekki gengið að neinu vísu eftir þetta kjörtímabil sem nú er að ljúka; staðan er breytt og sumt fólk er þreytt.

Ógnin óhugsandi, að Sjálfstæðismenn missi meirihlutann í Garðabæ er líklegri nú en nokkru sinni fyrr.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -