Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Hugðist öðlast bandarísk skipstjórnarréttindi – Stunginn í hjartastað á köldu janúarkvöldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður nokkur er á gangi með hundinn sinn á þessu kalda janúarkvöldi í New Orleans. Allt í einu tekur hann eftir manni sem stóð vart í lappirnar þar sem hann stóð við útidyr húss. Maðurinn með hundinn hleypur að til að hjá hinum manninum en sér þá að ekki er allt með felldu. Manninum blæddi. Þegar lögregluna bar að garði sá hún blóðslóð frá íbúðarhúsi mannsins og alveg að tjörn þar skammt frá. Maðurinn hafði verið stundið tvívegis í hjartastað og lést stuttu síðar. Maðurinn hét Markús. F. Sigurjónsson.

Morgunblaðið fjallaði um málið:

ÍSLENDINGUR MYRTUR VESTANHAFS
– Morðinginn ófundinn

MARKÚS F. Sigurjónsson, skipstjóri, var myrtur fyrir utan heimili sitt í New Orleans að kvöldi sunnudagsins 7. janúar síðastliðinn. Fannst Markús á götunni liggjandi í blóði sínu um kl. 21.45 og kl. 22-56 lézt hann af völdum sára sinna.

Ættingjum Markúsar heitins barst í gær bréf frá skólastjóra Page Navigation School, þar sem þeim var tilkynnt lát hans, en Markús hafði innritazt í skólann, þar eð hann hugðist öðlast bandarísk skipstjórnarréttindi.
Í einu af dagblöðum New Orleans birtist frétt um morðið. Þar segir, að Markús hafi látizt
af völdum sára, er hann hafi hlotið og árásarmaður veitti honum. Að áliti lögreglunnar
hefur morðinginn ekki búið í hverfinu.
Maður sem var á gangi með hundinn sinn sá Markús, sem riðaði frá neðri enda Washingtonstrætis, að útidyrum húss, sem síðar reyndist vera heimili hans. Maðurinn hljóp til og ætlaði að hjálpa, en sá þá að honum blæddi og kallaði því á lögregluna. Lögreglan fann blóðslóð alveg frá íbúðarhúsi Markúsar að tjörn, er var skammt frá.
Markús hafði verið stunginn í hjartastað tvisvar með mjög beittum hníf eða rýtingi. Lögreglan telur, að ekki sé um að ræða rán, því að Markús var bæði með úr sitt á sér
er hann fannst, svo og peninga. Ennfremur segir lögreglan, að engar líkur séu til, að Markús hafi lent í ryskingum. Lögreglan hefur engan grunaðan um þetta svívirðilega morð
að svo komnu máli.

Markús F. Sigurjónsson
f. 11.júlí 1910 d. 7. janúar 1968

Þess má geta, að sama dag og Markús er myrtur birtist í Mbl. grein, sem byggð exr á framhaldsgrein úr tímaritinu Ægi eftir Markús. Birtist hún í Ægi fyrir tveimur árum.
Mbl. hafði í gær tal af Pétri Thorsteinsson sendiherra íslands í Washington og spurði hann
hvort nokkuð nýtt hefði komið fram í morðmáli Markúsar. Pétur sagðist þá vera nýbúinn
að tala við lögregluyfirvöldin í New Orleans og hefði sér verið tjáð að lögreglan hefði enn engan grunaðan. Fáir hafi verið á ferli umrætt kvöld enda kalt í veðri. Málið er í rannsókn.

- Auglýsing -

Markús var einungis 58 ára er hann hann var myrtur árið 1968 en blaðamaður Mannlífs fann hvergi upplýsingar um það hvort morðingi hans hafi nokkurntímann náðst. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -