Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Tímabundin vöntun á gosi í gleri: „Vona að við náum fljótlega í skottið á okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs fékk þær upplýsingar á veitingastað í gær að Ölgerð Egils Skallagrímssonar væri hætt með gos í gleri, vegna umhverfisáhrifa. Það er hins vegar ekki rétt, aðeins er um tímabundna vöntun að ræða.

Mannlíf heyrði í tengilið Ölgerðarinnar við fjölmiðla, Gunnar B. Sigurgeirsson og spurði hann út í þessar upplýsingar.
„Nei það er ekki rétt. Það eru engar breytingar hjá okkur með gos í gleri en það hefur hinsvegar verið vöruvantanir hjá okkur. Við höfum lent í vandræðum með glerið sjálft, það hefur ekki komið á réttum tíma og bara ýmsir þættir sem ég kann ekki frá að nefna. En svo getum við líka sagt að það er meiri eftirspurn en við reiknuðum með, það er auðvitað gjörsamlega allt búið að opnast, eftir Covid og til dæmis mikið um ferðamenn. Það er kannski það sem er helst að valda því að við erum í vöruvöntunum.“

Aðspurður út í umhverfisáhrif goss í gleri sagði Gunnar það vera satt, „að gler er síst umbúða hvað varðar kolefnislosun, það er erfiðast að endurvinna gler og allt þetta.“

Gunnar sagðist að lokum hafa fengið spurninguna áður um það hvort Ölgerðin væri að hætta með gos í gleri. „Sérstaklega með Appelsín í gleri, við lentum í svolítið löngu gati með Appelsín í gleri og þá var hringt í mig, þannig að ég kannast við þessar áhyggjur. En ég vona að við náum fljótlega í skottið á okkur.“

Þá geta þeir sem vilja ekki sjá annað en gos í gleri, andað léttar, framleiðslan heldur áfram ótrauð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -