Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rannveig gagnrýnir kynjaslagsíðu á mbl.is: „Afrek Andreu er afgreitt í einni málsgrein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Rannveig Oddsdóttir hlaupari er síður en svo ánægð með þá kynjaslagsíðu sem finna má í íþróttafréttum mbl.is.

Rannveig hefur stundað hlaup í mörg ár og keppt í götu- og utanvegahlaupum. The Puffin Run fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar tapaði Rannveig brautarmeti sínu í hendur Andreu Kolbeinsdóttur. Og það var ekkert smá bæting á metinu en hún bætti það um heilar átta mínútur. Þrátt fyrir þetta fjallaði mbl.is nánast einungis um sigurvegara karlaflokks.

„Mikið svakalega er ég orðin þreytt á þessari kynjaslagsíðu í íþróttafréttum er virkilega ekki hægt að breyta þessu?

The Puffin Run fór fram í Vestmannaeyjum um helgina og þar tapaði ég einu brautarmetinu enn í hendur Andreu Kolbeinsdóttur. Þessi frábæra íþróttakona gerði sér lítið fyrir og bætti metið mitt frá því í fyrra um heilar átta mínútur!
Umfjöllun mbl.is um hlaupið er hins vegar skólabókardæmi um frétt sem er skrifuð eftir gamalli uppskrift þar sem afrek konunnar er aðeins neðanmálsgrein í umfjöllun um afrek sigurvegara karlaflokksins. Í fréttinni er tími Arnars tilgreindur og fram kemur hve mikið hann bætti brautarmetið (um tæpar fimm mínútur) og hver átti það fyrir. Þá er vitnað í viðtal við Arnar sem segir frá þátttöku sinni í hlaupinu. Fréttinni fylgja þrjár myndir, ein af Arnari, ein af honum og fleiri hlaupurum (þar sem Andrea er jú líka) og skjáskot af instagramfærslu Arnars. Afrek Andreu er afgreitt í einni málsgrein: „Andrea Kol­beins­dótt­ir varð hlut­skörp­ust kvenna í 20 km hlaup­inu með tím­ann 01:26:24“.
Til hamingju Andrea Kolbeinsdóttir með frábæran árangur -og að sjálfsögðu til hamingju líka Arnar Pétursson. Það er ekki þér að kenna hvernig fjölmiðlamenn kjósa að matreiða úrsitin ofan í lesendur.“

Hátt í þrjúhundrað manns hefur líkað við færslu og hátt í þrjátíu skrifað athugasemdir við hana þar sem fólk sýnir stuðning sinn.

Ef umfjöllun Stöðvar 2 um mótið er skoðuð má sjá að sama kynjaslagsíða er til staðar þar á bæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -