Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Sjónvarpskona á dánarbeði varar við einkennum ristilkrabbameins: „Það er komið að kveðjustund“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin fertuga Deborah James hefur barist við ristilkrabbamein í fimm ár en er nú komin á endastöð.

Deborah er þekkt fjölmiðlakona í Bretlandi og starfaði lengi fyrir BBC. Hún deildi færslu á Twitter síðu sinni þar sem hún sagði stríðinu við krabbann vera lokið:

„Færslan sem ég vildi aldrei skrifa. Það er komið að kveðjustund. 5 ár til að undirbúa mig en það gerir þetta ekkert auðveldara, ég er í líknameðferð heima og eyði tímanum umkringd fjölskyldunni“

Á Instagram deildi hún því að þrátt fyrir að allt hafi verið reynt sé líkaminn ekki að vinna með henni, allri lyfjameðferð var því hætt og hún verkjastillt heima hjá sér. Hún segir engan vita nákvæmlega hversu langan tíma hún á eftir.

Deborah er tveggja barna móðir og hefur frætt almenning um ristilkrabbamein, hún hefur lagt áherslu á það að fólk geti greinst ungt að aldri en sjálf var hún aðeins 35 ára þegar hún fékk greiningu.

Um 43.000 manns greinast árlega með ristilkrabbamein í Bretlandi. Deborah er annt um að fólk sé meðvitað um einkenni krabbameinsins.

- Auglýsing -
  • Kviðverkir, þaninn kviður, minnkuð matarlyst eða þyngdartap
  • Blóð í hægðum án annara orsakana, líkt og gyllinæðar.
  • Breytingar á klósettvenjum, örari ferðir á salernið og niðurgangur.

Tekið er fram að langflestir sem finna fyrir þessum einkennum séu ekki með krabbamein, þó ættu allir þeir sem upplifa þessi einkenni til lengri tíma að leita til læknis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -